the coldest human being that you've heard thus far

Monday, February 27, 2006

Well I wish that you would call me right now, so that I could get through to you somehow..

Ohh, þessir dagar eru æði.. Ég borðaði 6 bollur í gær, saltkjöt áðan.. held samt ég sé orðin of gömul til að fara að syngja fyrir nammi á morgun en hell, ég treð mig hvort sem er út af nammi á hverjum degi.
Ég er búin að komast að því að ég er með skrítna kennara. Félagsfræðikennarinn minn var um daginn að tala um hluti sem við erum búin að sættast á, þetta er borð því við höfum ákveðið það, and so on. "Klukkan er korter yfir 12 því við höfum ákveðið það. En ef ég segi að klukkan sé 1, hvað þá?" Einhver svaraði að þá væri tíminn búinn "Já er það ekki? Þá segi ég að klukkan sé orðin 1, bless og takk fyrir tímann krakkar" og svo lokar hann töskunni sinni og fer.. He's weird man.
Svo var fjölmiðlafræði tíminn minn eitthvað meira en hálfnaður í gær. Enginn neitt vel með á nótunum og kennarinn hálf utangátta sjálfur (bara eins og venjulega reyndar) og svo allt í einu bara "ugh, jæja krakkar mínir.. viljiði ekki bara gefa mér frí".
Ég var mjög sniðug reyndar í gær líka þegar ég var að fara í skólann. Vakna, dreg frá og Woooha! sólin skín eins og motherfucker og fuglarnir syngja and you know how it goes. Svo ég fer bara í peysu (og auðvitað buxur og skó og svona) og rölti út. Niður stigann. Stíg út. Lít niður. Og það er klaki yfir öllu! Heelvítans gluggaveður. En ekki sjéns að ég nennti að labba upp aftur til að klæða mig betur svo ég lét mig hafa það..

Ég sá þátt af My name is Earl um daginn.. Þetta eru fuck fyndnir þættir. Ég þarf að downloada þeim. Annars ætlum ég og Jói að taka session á þessum þáttum bráðum svo ef einhver á þá í tölvunni, skrifaða á diska eða bara á oldschool videospólu þá endilega holla!

Ég sá líka um helgina mynd sem ég man ekki hvað heitir en var allavega framleidd eða styrkt af Roc-a-fella (framleidd af þeim minnir mig) og var með fullt af þessum gaurum í, m.a. Jay Z sem var funny karakter. Bara venjuleg gangsta thug mynd en vvvá. Það voru allir í Rocawear! Dont get me wrong, ég hata ekki á the roc.. hell no I dont haha en samt.. Það er mjög fyndið sð sjá hóp af 15 gaurum eða some og aallir eru dressed up í Rocawear. Mjög spes.

Mjög skemmtilegt eða hálf óskemmtilegt líka eitt sem kom fyrir um daginn (damn I'm all over the place). Okey, forsagan er allavega svona. Í vetur var hringt í gemsann hennar Dagnýjar (mágkonu minnar sem býr hér) um miðja nótt og svo aftur seinna (sem sagt tvisvar) úr heimanúmeri og var það skráð á mann sem býr í blokkinni fyrir framan okkur. Stigaganginum sem er beint fyrir framan okkur. Dagný hringdi svo til baka og það var bara "Uh, nei enginn að hringja héðan" Og Dagný bara jú..en okey, fuck it. Og það náði ekki lengra.
Allt í lagi með það, skrítin tilviljun right?
En svo var hringt í gemsann minn á aðfaranótt sunnudags, úr þessu sama númeri! Now thats just creepy! Ég svaraði ekki, það hefur ekki verið hringt aftur en ég hef meira dregið fyrir gluggann minn..
Ugh, svo eru leiðindaframkvæmdir í gangi og það er slökkt á öllum ofnum í íbúðinni.. Og verður um óákveðinn tíma. I dont like it. Og ég sé fram á að þurfa að mjólka reikninginn minn fyrir framkvæmdunum líka.. What a jolly holly time.

Ég held að Gallup sé komið með mig á speed dial.. Bara hey, ný könnun! Athugum hvað Aldís hefur um málið að segja. Press 3 and call. drrriiing drrriiing. Verst ég hef ekki í mér að segja þeim að fucka sér eða álíka sem margir sem ég þekki gera.. Ugh.
Þetta er svolítið mikill 'ugh' póstur?

Og drive slow homies, you never know homies.. Það eru alltof margir búnir að deyja í bílslysum síðustu daga, do not join them.
Svo finnst mér þessi fuglaflensa ekki skemmtileg..
Peace.

4 Comments:

  • var þessi mynd sem þú sást "State Property"? annars er ég sammála þér að my name is earl eru góðir þættir ég er með einhverja 10-15 þætti á tölvutæku formi ef þú villt. þú sagðir mér að holla :D peace

    By Anonymous Anonymous, at 3:35 PM  

  • Já helvítis krípí gæji maður! Ég sagði Gaua frá því að hann hefði hringt í þig og þá fór hann bara að spurja um kennitölu og læti og sagðist ætla að taka hafnaboltakylfuna sína og fara í heimsókn. Ég er að spá í að skella mér með honum ;) víííííí bara fjör.. en já það verður sko shitkóld hérna næstu daga. úff maður..

    By Anonymous Anonymous, at 5:52 AM  

  • Hahah Gallup með þig á speed dial..

    En þú færð props hjá mér fyrir góða færslu... og ekki vera að draga fyrir gluggatjöldin, leyfðu greyið manninum að fylgjast með ykkur. Hann er örugglega bara einmanna.

    By Anonymous Anonymous, at 4:54 AM  

  • þessi mynd þarna var GLÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖTUÐ!


    VÁ! Ég gat varla horft á hana..(enda horfði ég ekki á hana) Shit hún var svo hallærisleg.

    Jáh...vildi bara koma þessu frá mér.

    By Anonymous Anonymous, at 6:27 AM  

Post a Comment

<< Home