the coldest human being that you've heard thus far

Monday, February 27, 2006

Well I wish that you would call me right now, so that I could get through to you somehow..

Ohh, þessir dagar eru æði.. Ég borðaði 6 bollur í gær, saltkjöt áðan.. held samt ég sé orðin of gömul til að fara að syngja fyrir nammi á morgun en hell, ég treð mig hvort sem er út af nammi á hverjum degi.
Ég er búin að komast að því að ég er með skrítna kennara. Félagsfræðikennarinn minn var um daginn að tala um hluti sem við erum búin að sættast á, þetta er borð því við höfum ákveðið það, and so on. "Klukkan er korter yfir 12 því við höfum ákveðið það. En ef ég segi að klukkan sé 1, hvað þá?" Einhver svaraði að þá væri tíminn búinn "Já er það ekki? Þá segi ég að klukkan sé orðin 1, bless og takk fyrir tímann krakkar" og svo lokar hann töskunni sinni og fer.. He's weird man.
Svo var fjölmiðlafræði tíminn minn eitthvað meira en hálfnaður í gær. Enginn neitt vel með á nótunum og kennarinn hálf utangátta sjálfur (bara eins og venjulega reyndar) og svo allt í einu bara "ugh, jæja krakkar mínir.. viljiði ekki bara gefa mér frí".
Ég var mjög sniðug reyndar í gær líka þegar ég var að fara í skólann. Vakna, dreg frá og Woooha! sólin skín eins og motherfucker og fuglarnir syngja and you know how it goes. Svo ég fer bara í peysu (og auðvitað buxur og skó og svona) og rölti út. Niður stigann. Stíg út. Lít niður. Og það er klaki yfir öllu! Heelvítans gluggaveður. En ekki sjéns að ég nennti að labba upp aftur til að klæða mig betur svo ég lét mig hafa það..

Ég sá þátt af My name is Earl um daginn.. Þetta eru fuck fyndnir þættir. Ég þarf að downloada þeim. Annars ætlum ég og Jói að taka session á þessum þáttum bráðum svo ef einhver á þá í tölvunni, skrifaða á diska eða bara á oldschool videospólu þá endilega holla!

Ég sá líka um helgina mynd sem ég man ekki hvað heitir en var allavega framleidd eða styrkt af Roc-a-fella (framleidd af þeim minnir mig) og var með fullt af þessum gaurum í, m.a. Jay Z sem var funny karakter. Bara venjuleg gangsta thug mynd en vvvá. Það voru allir í Rocawear! Dont get me wrong, ég hata ekki á the roc.. hell no I dont haha en samt.. Það er mjög fyndið sð sjá hóp af 15 gaurum eða some og aallir eru dressed up í Rocawear. Mjög spes.

Mjög skemmtilegt eða hálf óskemmtilegt líka eitt sem kom fyrir um daginn (damn I'm all over the place). Okey, forsagan er allavega svona. Í vetur var hringt í gemsann hennar Dagnýjar (mágkonu minnar sem býr hér) um miðja nótt og svo aftur seinna (sem sagt tvisvar) úr heimanúmeri og var það skráð á mann sem býr í blokkinni fyrir framan okkur. Stigaganginum sem er beint fyrir framan okkur. Dagný hringdi svo til baka og það var bara "Uh, nei enginn að hringja héðan" Og Dagný bara jú..en okey, fuck it. Og það náði ekki lengra.
Allt í lagi með það, skrítin tilviljun right?
En svo var hringt í gemsann minn á aðfaranótt sunnudags, úr þessu sama númeri! Now thats just creepy! Ég svaraði ekki, það hefur ekki verið hringt aftur en ég hef meira dregið fyrir gluggann minn..
Ugh, svo eru leiðindaframkvæmdir í gangi og það er slökkt á öllum ofnum í íbúðinni.. Og verður um óákveðinn tíma. I dont like it. Og ég sé fram á að þurfa að mjólka reikninginn minn fyrir framkvæmdunum líka.. What a jolly holly time.

Ég held að Gallup sé komið með mig á speed dial.. Bara hey, ný könnun! Athugum hvað Aldís hefur um málið að segja. Press 3 and call. drrriiing drrriiing. Verst ég hef ekki í mér að segja þeim að fucka sér eða álíka sem margir sem ég þekki gera.. Ugh.
Þetta er svolítið mikill 'ugh' póstur?

Og drive slow homies, you never know homies.. Það eru alltof margir búnir að deyja í bílslysum síðustu daga, do not join them.
Svo finnst mér þessi fuglaflensa ekki skemmtileg..
Peace.

Sunday, February 19, 2006

Got me wondering, how far I'll go to prove my moms and everybody wrong, I miss you every time I hear a love song and whenever you're gone..

HVAÐ er málið með að allir séu að eignast börn !? Heiða átti í desember, Sunna átti núna í febrúar, Jenný er á leið með eitt, einn kunningi er að verða pabbi og svo komst ég að hvorki meira né minna en TVEIMUR öðrum sem eru með í ofninum, bara núna um helgina! Mig er farið að kvíða fyrir næstu helgi ..
En þetta er yndislegt :) ástfangið fólk, falleg börn og heilbrigð og eintóm hamingja. dont get me wrong. Bara hættið að spurja mig hvenær kemur að mér.. I'm not even 2o! Spurðu mig aftur eftir 1o ár..

En ég og Sóley fórum og heimsóttum Sunnu og Andreu litlu um daginn :)


Við keyptum bangsa og blóm og bleika adidas skó! (bangsinn er í þeim á myndinni..)


Crewið að pósa, Aldís, Sóldís (týnd á milli) og Sóley. Þema myndarinnar var bældur svipur.. We did a great job.
(einhverra hluta vegna detta þessar 2 myndir stundum..nei, oft út..þá eru þær hér)

Shit.. Looking too motherly.. Ehhhhh, fjárans smákrakkar!
Sæta stelpan!



Og svo eru sætu stelpurnar með síðu líka!






Jamm.
Silvía Nótt vann Eurovision undankeppnina. Öllum að óvörum huh. Litla líka outfittið sem hún var í, gyllta skikkjan.

En Dilla! hvað þetta rapp þarna var slæmt! Ég er búin að vera með gæsahúð síðan ég sá þetta atriði, hún festist á af kjánahrollinum. Baaaaaaaaaaaaaaaad. Vá sko. Ýkjulaust. Ef ég myndi vilja ýkja þetta hið minnsta þá myndi ég segja að ég hefði verið grátandi síðan ég sá þetta. Ekki fjarri sannleikanum þó.

Svo var verið að tala við höfund lagsins og hann varð ekkert smááá móðgaður þegar orðasambandið "Skagfirsk sveifla" var notað yfir það. Haha. Svo sagði hann e-ð ,,já, ég var bara að semja þetta og þá sá ég rappara ganga framhjá og fékk þá hugdettu að skrifa þetta inn í" og svo sagði hann eitthvað meira, ekki var hann samt að meina að þetta hefði verið Brynjar Már?? Einhver sem man þetta betur en ég? Því ef þú sérð Brynjar Má og hugsar "hey, rapp" þá er íslenska hiphop senan í meiri vanda en ég hafði gert mér grein fyrir..

Og við ykkur sem eru að væla um að Silvía muni aldrei vinna keppnina, berjið hausnum í vegg flón, það er ekki eins og við vinnum þetta með einhverju öðru! Svo höfum við hvort sem er enga aðstöðu til að halda þetta kjaftæði..
Oh, vá ég er búin að blogga um Eurovision. Bad. Oh, whatever. Out.

Thursday, February 16, 2006

No one to blame, no shame in her game and when we fuck she makes me scream out her name. She's not petty, confidant, ready..

Ég las aðeins yfir þetta rugl sem ég skrifaði í gær og þetta var alveg dead boring..

Svo ég ákvað að taka nokkur af steiktustu myspace skilaboðunum mínum og pósta hér.
Ég er reyndar hræðilega léleg í að svara þessu fólki, ég hef sennilega svarað svona .. fimm skilaboðum á ævinni. eða some.

watup babygeRl
proly no Real gangsta ova dere huh iuno but u cute so sayin watup an holla baCC 1

..nuff said

Mos Def skrifið gott tonelist um heiman min, Kalifornia.
Einhver að nota slæman translator..

whats up, nice pic, gansta girl.
hit me back
B-Rad- from A-Town playa

..hann var ekki að grínast by the way.. Hann var bara svona B-Rad gaur

WOW are u a princess or something like that?
u are really too cute!!!!!
and I like u.....
Do u have msn or yahoo? I would love to know more about an angel like u!!

..segir sig sjálft.

So the one way to ask yourself how sane you might be would be to understand that only sane people question their sanity... Wait that can't be right so if I think I'm insane all the time then I'm sane, I like this idea sounds fun c'mon let all act nuts so we can question our sanity and be all the more sane for it! Hahahahaha ok nevermind.
..hressandi, svona upp úr þurru.

Hæhæ ég er 27ára myndarlegur tónlistarmaður, viltu spjalla?
Og seinna..
Hæhæ ég er myndarlegur 28ára tónlistarmaður, viltu spjalla?

hey my name's tyler and i'd marry you just for your taste in music girl, for real....
Damn, ég þarf að checka betur á þessu, he's even cute. haha

I like sandwiches, how about you ?

when i see u .. i love u.. you are very niceeee.
..en bara þegar þú sérð mig?

Hello Miss, This is the official site of Hot Chiks of MySpace. Its a page full of gorgeous and sexy women like you. We are trying to gather all the beautiful women here in MySpace and Invite them to be on this page made especially for all the beautiful girls around the MySpace world. And we are inviting and hoping you can be a part of it

This one's one of the best.. og endar líka vel:
Stay Safe and Stay pretty.

Ef jólasveinninn og Álfadrottiningin myndu eignast afkvæmi hvað væri það?

Og svo, eitt af uppáhalds. Nenni reyndar ekki að fara í gegnum öll skilaboðin en ég held að þetta séu meðal þeirra skondnustu.. En þótt að hin hafi verið whatever, read this!!

"Get tickled, get paid !!

Hi, We market unique fetish products and are in search of amatuer models who want to have fun while earning big money!!! We are currently marketing a restraint fetish product. This project will be a demonstration video. We are seeking two models who are friends who would like to demonstrate this product by being placed in the restraints. The first model, once restrained would have her wrists and ankles held to the four corners of the restraint table. The other model would demonstrate how well this product works by tickle torturing her friend who is held in place by the product. The restrained model will be subjected to tickling on the bottoms of her bare feet, sides and ribs, knees and where ever else the friend knows she is ticklish. The length of time the model will be tickled will be between 10 to 30 minutes. No experience is needed for this video and models must be at least 18 years of age at time of hire. We will travel to a location local to the models for completion of this project. Pay for this project will be $2500. to be divide between the models however the models decide. If interested, email us here.
Ed Lewis
Marketing Development Coordinator
Bluefall Group, Inc.
Project LB-130
"

Hvernig er hægt að hafna svona tilboði !!!
hahah.

Góðar stundir.

Wednesday, February 15, 2006

Now my heart is broken and I'm all alone and don't know what to feel..Since you been gone, gone away..

Gotta love mr. Hamilton.. Ég hef neyðst til að hlusta á geisladiska síðustu daga þar sem tölvan mín er ekki viðlátin og þessi diskur er svo goddamn nice. Ég var næstum búin að gleyma því. Ég var líka næstum búin að gleyma hvað það er þægilegt að sofna með tónlist á og að vakna og geta strax ýtt á play. Þarf að halda þessu áfram.

Ég hef lítið að segja ykkur krakkar. Ég er bara að reyna að standa mig aðeins í skólanum.. Legg mig kannski ekkert alveg nógu mikið fram við það en hell, einhver viðleitni að minnsta kosti.
Uppáhaldsfögin mín núna eru samt heimspekin og listasagan. lovely. Annað er ekkert að gera sig neitt rosalega. Fjölmiðlafræðin og félagsfræðin eru alveg efnileg til að vera skemmtileg en ég er ekki alveg að connecta við kennarana né við fólkið sem er með mér tímum.. Upp til hópa; i dont like them.
Félagsfræðikennarinn er reyndar fyndinn. Hann er ógeðslega mean og kaldhæðinn. Dissar fólk svolítið sem er bara gaman en hann getur líka verið bara plain leiðinlegur.. Sem er ekki jafn gaman.
Fjölmiðlafræðikennarinn er ágætur, góður gaur en ekkert spes kennari finnst mér.. Allavega ekki að ná að gera þetta alveg nógu áhugavert.
Sögukennarinn er cool. Söguáfanginn skiptist reyndar í þrennt, einn hlutinn er búinn sem var ,,Máramenning" sem ég var ekkert alveg að kveikja á og fékk því enga sjúka einkunn út úr því.. Viðunandi samt alveg. Núna er listasagan og damn thats fun.
Heimspekikennarinn er æðisleg. Fátt meira um það að segja.
Enskukennarinn minn er sauður. Hún veit varla hvað hún er gera þarna. Hell, ég er nú kannski ekkert geðveik í ensku en ég er örugglega ekkert verri en hún. Horror hreimur og bara. Já. Böööö. Svo nennir hún aldrei að mæta á morgnana og klæðir sig eins og hún sé 15. Falleinkunn!
Þýskukennarinn minn er bara svona, whatever. Ágætiskennari en enginn snillingur.
Íslenskukennarinn er líka sauður.. Frekar gamall gaur, fínn kall en hann er örlítið út úr heiminum..
Think that's it. Bara svona, svo þið séuð nú með á nótunum.

Hvað er málið með að allt sé sykurlaust? (Brynja, þú getur bætt þessu við þitt) Ég leitaði útum allt að góðu og óhollu jógúrti en ég fann ekki neitt. Þar sem maður leit yfir rekkana var önnur hvor vara með "sykurlaust" eða "fitulaust" miða. That aint fly! Ég vil fitumikla jógúrt!
Ég keypti einmitt kassa af ísblómum um daginn sem er bara goodstuff. Nema svo að ég kem heim og er að setja þau í frystinn og þá eru þau merkt í horninu. Sykurlaus ísblóm?? Hvað er það? It sucks.

Ég nenni þessu ekki lengur, ætla að nýta tímann í að læra. Hey, mig vantar reyndar gistingu á aðfaranótt sunnudags. Það er verið að fara að eitra fyrir litlum gaurum í íbúðinni minni (eða í allri blokkinni reyndar) sem heita silfurskottur og ég get ekki sofið heima. Djamma til 8 og koma svo heim? Það hlýtur að vera save..
Enjá, gisting people. Hafið það á bak við eyrað.

Until next time..

Thursday, February 09, 2006

Nei, ég hef engan áhuga á að tala við þig.
Nei, ég hef ekki gaman af þessu.

Svona svo það sé komið á hreint.
Aðrir en þeir sem þetta á við, þið skuluð bara ignora þennan póst..