the coldest human being that you've heard thus far

Monday, November 27, 2006

Baby they're not like me, and anyway you know it's not easy just to come across a girl like me, oh no!

Í tilefni af því að hálf blaðsíða af verkefninu sem ég var að skrifa eyddist út ætla ég að gráta..og blogga.

Helgin var hress, einkum föstudagurinn. Ég, Brynja, Sylvía, Mallika og Heiðrún vinkona Brynju kíktum niðrí bæ. Fórum á Prikið þar sem var Blautt malbik kvöld og horfðum á Keyote rappa. Gosh, ég var svo sem búin að heyra gott um þennan gaur en hann er even better. Hann er algjört yyyndi. Mér finnst mad leiðinlegt að hann sé farinn :/
Svo ákváðum við reyndar að halda á Hverfisbarinn þar sem var block party. Og vá. Við misstum okkur eða a.m.k. ég. Hehe. Það var dansað og dansað og dansað. Svo stóð Erpur yfir okkur með havana club í hendinni (badshit) og ‘that’s what life is all about’- svipinn stimplaðan á andlitið á sér. Hann var fullur og hress.
Hverfis er bara allt, allt, alltof fullur af pakki. Við þurftum að bitchslappa fokkera hægri – vinstri til að ná þeim af junkinu okkar þegar einfalt “hypjaðu þig í burtu ræfill” hefði átt að vera meira en nóg. Matter of fact; “hypjaðu þig í burtu” augnaráðið okkar hefði átt að duga. Svo erum við svo illa langræknar, ef einhver gaur eða gella gerir okkur the tiniest thing þá fær hann evil eyes allt kvöldið og það er talað um hann sem “helvítans gaurinn í rauðu skyrtunni” eða eitthvað. Haha. We rock.
Erfiðasti gaurinn var samt sá sem var að bögga okkur á prikinu (jakkafatagaur..nuff said) og elti okkur svo yfir á hverfis og hann lét okkur ekki í friði í ég-veit-ekki-hvað-langan tíma, þrátt fyrir að Brynja segði amk 10 sinnum við hann með alvarlegum svip og málrómi “Gaur, common. Farðu bara. Við viljum ekki sjá þig” og ýtti honum fimm sinnum oftar bara í burtu.

Þessi gaur virðist samt alveg hafa verið skemmtilegur, ég er amk smiling.. Kannski er ég bara að hugsa um hversu gaman verði að bitchslappa the fucker upside down.

Hmm, ég fékk næstum bjórglas í hausinn af efri hæðinni sem Brynja stressaði sig talsvert meira yfir en ég. Það var tvisvar komið upp að mér og sagt ,,hey where are you from”, því apparently dansa íslendingar ekki eins og ég geri. Sem er frekar gott miðað við að klassískur íslenskur dans er að hoppa upp og niður ekki í takt og syngja með djöfuuuulll eeeer ééég floooottur eða einhverja aðra tónlistarklassíkina.
Svo röltum við út þegar maðurinn minn var að fara að senda einkaspæjara á eftir mér (“þú ætlaðir að hringja fyrir tííííííu mínútum!!”) og ég kíkti til Stebba og hinar skvísurnar héldu heim á leið. Fyrst röltum við laugarveginn og fundum fyndnustu mörgæsir í heimi (á eftir happy feet mörgæsunum) og Brynja fór að dansa við þær. Þær voru samt eiginlega eins og happy feet.. Svo teygðum við á rassinum í bílnum. Hahah.


working it..

and again
Þessar myndir eru reyndar aðeins stærri en ég hafði hugsað mér að hafa þær..

Annars hefur lítið annað verið í gangi. Skólinn er reyndar going nuts, en hey það er alveg að verða búið.
Jú, við erum komin með kiiiisu! Habbý ..sjötta held ég. hahah. Hún er the cutest cat around. Skelli inn myndum af henni á næstu dögum.

Af því tilefni ætla ég að skella nokkrum dýramyndum inn..

Kisan sem Gunni Maris átti, hún var algjört æði. Kleó. Hehe. Þarna er hún að veiða lyklakippuna uppúr töskunni minni..



Þetta er Táta sem ég var að passa fyrir Kötu. Hérna er hún sofandi ofan á mér.

Hérna er hún bara chillin.

Og hérna er ég búin að klæða hana úr kjólnum svo hún lítur næstum út eins og alvöru hundur.
Gaman að minnast á það að einhver stelpa í skólanum hennar Kötu kallaði hana rottu um daginn og Kata kýldi hana niður á staðnum. Eru fleiri að fara að dissa þennan hund? haha


Þetta er Kisa, kötturinn sem nýji kærastinn hennar Úllu flutti inn með. Hehe. Hún var svo illa fyndin á þessum plastpoka að ég varð að taka myndir af henni.



Oooog svo sætasti af þeim öllum (ok sorry, á eftir Habbý..stundum verða bara þeir eldri að step a side og leyfa young cats að stela senunni) rúsínurassgatakrúsídúllubolluástarmuffinið mitt hann Goldie

kúri kúr

Djööö, er ég búin að smitast af Brynju og Röggu?

Svo ætla ég að kíkja á James Bond í kvöld.. á boðsmiða því ég er svo vip.. haha úje

Friday, November 24, 2006

But who would wanna hear, somethin in their ear positive instead of somethin glorifyin just how triflin they live..

Yeahh.
Elvar.. Þú ert alltof mikið krútt til að vera sjálfstæðismaður. Just give it up!
har har har

Anyway. Whatsup people?
Síðasta helgi (svona til að renna yfir það) var fín, gerði reyndar ekkert á föstudaginn þar sem ég þurfti að vakna frekar snemma á laugardaginn til að fara að dansa.. Sem var mjög gaman. Svolítið erfitt að djöflast í þessum helvítans kulda but we're pro..
Fór svo um kvöldið á Nasa þar sem DJ dp one var að spila. Váááá, ég hef aldrei séð jafn gott dans kvöld á Íslandi. Þetta var yndislegt.
Reyndar var smá skuggi á þessu.. Þegar ég fór út á laugardagskvöldið var frekar kalt en að öðru leiti fínasta veður. Ég fór í opnum gellu skóm. yeaaah
Svo byrjar að snjóa.. Og það snjóar og snjóar og snjóar. Opnu skórnir voru ekkert svo góð hugmynd after all. Eftir Nasa rölti ég í snjónum frá Nasa og á Skólavörðustíg. Þá langaði mig bara heim og Andri byrjaði að hringja á Taxa. Ok. 2 tímum seinna vorum við ekki enn búin að ná inn.. Ekki á neinni taxa stöð.
Þá bauðst stelpa til að skutla mér uppí Árbæ, gott mál. Kominn fáránlegur snjór þegar við förum út. Hreinsum bílinn og svona og leggjum af stað. Þegar við erum að renna inn í Árbæ festum við okkur! Svo ég fer út.. á gelluskónnum.. Að ýta! Og ýtti bílnum uppúr.. Superwomen eða hvað.

úje.

Djamm í kvöld og kannski djamm á morgun? Skólinn er búinn að vera hectic og er ekkert að skána.. Oh ég sé til.

Og jeyj, ég og Andri.. eða okey, mamma hans Andra og bro meira, eru að fá sér kisu! Ég hlakka svo til, ég ætla að ofdekra hana! wooha

Og svo átti Soffía afmæli um daginn :) Til hamingju sæta, þú færð gjöfina þína þegar þú kemur heim ;)

Ég hef ekki löngun til að blogga meira, peace ya'll..

Tuesday, November 14, 2006

Radios, newspapers, TVs, spreadin lies across the seven seas

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1234946

Nú djöfull hljóta þeir þá að vera að flækjast mikið fyrir..

Jæja krakkar.

Árni Johnsen í ÖÐRU sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna.. What ?? Helvítans Vestmannaeyingar að kjósa sinn mann..
Svo er eitthvað væl um að hann sé búinn að greiða skuld sína við samfélagið, blablabla.
Já okey, það er sem sagt allt í lagi að ráða barnaníðinga í vinnu í leikskólum ef þeir eru búnir, I quote, að greiða skuld sína við samfélagið? Flott mál.
Retards.
EDIT: Ég varð nú að bæta þessu inní. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1235080
Djöfull er karlinn algörlega siðblindur og óforskammaður! Sjálfstæðismaður auðvitað, við hverju á maður svo sem að búast..
Þessi orðaði þetta eiginlega betur, sem og Guðmundur Steingrímsson, hann er með skemmtilegt blogg.
Hey, fjandi eru þessi blogg skemmtileg, hér er eitt. Takið sérstaklega eftir síðusta hlutanum. hahh.


En að öðru. Helgin var ágæt. Kíkti niðrí bæ með Boogie og Söru butt butt, fórum á Barinn þar sem Andri, Stebbi og fleiri voru að spila. Það var niceness. Kíktum svo á Hverfis í eitthvað listaháskóladæmi í boði Brynju. Súrt fólk sko. Hehe. Nei það var alveg nice. Kíktum aftur á Barinn og svo á Prikið. Ég og Brynja keyptum okkur sitthvorn snakkpokan og sátum og munchuðum. Kom aðeins nice reggae en svo fengum við þessa þvílíku vöffluþörf svo við beiluðum af Prikinu á vöffluvagninn. Röltum niður bankastræti en svo snarstoppuðum við allt í einu.. ,,Hvar er vöffluvagninn??"
Hann var ekki á staðnum. Slógum þessu upp í pizzaþörf og fórum á PizzaKing. Þar var fáránlega hress gaur að vinna..eiginlega of hress.
Fórum á Sólon (dont ask) og Brynja lenti næstum í slag við einhvern gaur sem sætti sig ekki við að fyrr færu svín að fljúga en hann ætti sjéns. Helvítans hnakkafokkerar. Hvíti bolurinn, aflitaða hárið og tanið, you name it. Chilla á hvíta stuffinu.
Svooo röltum ég og Sara upp laugarveginn, Brynja varð eftir að kúra með hnakkanum.. Öhö. Hún fór bara heim að kúra með Stjána.
Sara fór að hitta homie, ég beilaði til Stebba.. Og áttaði mig fljótt á því að ég hefði bara átt að djamma með Söru.
Á laugardaginn fór ég á árshátíð hjá vinnunni hans Andra. Það var nice. Smá myndir..


Ég og ástin mín eina :)


Helga og Gulli sátu á sama borði :)


Babyboy (sem á reyndar eftir að slap the hell out of me fyrir að vera að dreifa myndum af honum í svona fötum um netið..haha)


oh yeah and me.. Birna og Sif fá props fyrir hárið á mér! Fékk mikið af hrósi :)

..og svo fengum við fínerís mat, mömmu hans bamba og svona. Svo var ball en við beiluðum bara heim fljótlega eftir miðnætti..
Sem var ekkert verra.

Ég hef alveg fengið mér cornrows nokkrum sinnum. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fæ mér bara svona 'hálfa leið'. Núna er fólk samt að pæla mikið meira í þessu heldur en hin skiptin.. Og miklu fleiri ,,tók þetta ekki langan tíma?" sem ætti náttúrulega mikið frekar að koma þegar ég er með í öllu hárinu.. But anyways. Birna á alveg feeit props skilið fyrir þetta:)

peace

Wednesday, November 01, 2006

It gets full blown, I never said you mean the world to me, maybe it's best that you never know..

It iiiiiis christmas already!
haha.. Okey.

Ég er veikur köttur.. Mætti ekki í skólann í gær og fyrradag sökum ógeðs slappleika og rugls.
Á sunnudaginn var afmælisveisla sem ég og systir mín héldum saman. Já, ég átti afmæli í byrjun ágúst, ég geri mér fullkomnlega grein fyrir því..
Mamma kom bara með þessa frábæru hugmynd einhvern tímann fyrir nokkrum vikum síðan, Aldís mín, hún Úlla heldur upp á afmælið sitt þessa helgi, helduru að þú haldir það ekki bara með henni? Ég bara, jájá,sure.. Hún lét þetta hljóma eins og þetta yrði eekkert vesen fyrir mig. Mistök #1.

Þetta varð allavega hellað vesen og stress. En annars tókst þetta bara mjög vel. Greinilegt að þetta er nauðsynlegt til að fá allar gjafir líka..!
Ég fékk gjöfina frá MoP & systkinum mínum fyrst þarna! (systkinum fyrir utan Úllu, hún gaf mér á réttum tíma)
Eeen það borgaði sig, því það var i pod ! Whoohoo! Gotta luv THAT

Svo fékk ég ýmislegt fleira fínt :) Takk allir sem bara, komu! mwahhh.

Ég get verið svo treg stundum. Í gær sat ég á rúminu mínu, eitthvað að vesenast. Með tónlist á, cd playerinn við hliðina á mér. The Roots í. Lag númer 5 byrjar. Ok. Svo eftir margar mínútur kviknar á mér aftur og ég lít á spilarann og bara what, er þetta svona langt lag? Hmm, ok, skrítið að ég hafi aldrei tekið eftir því. Svo dett ég út aftur (þið vitið hvernig þetta er þegar maður er að hlusta á tónlist í bakgrunninum, dettur inn og útúr henni)
Og eftir nokkrar mínútur í viðbót er lagið enn í gangi. Hvaað er í gangi. Jájá, þá hafði ég teygt mig yfir spilarann þegar lagið var í gangi og óvart ýtt á repeat.
Bjartasta peran í pakkanum, no doubt about it..

En talandi um The Roots, þá minntist ég ekkert á amazon sendinguna mína um daginn. Ég pantaði mér nýja yes, The Roots, nýja Jurassic5, nýja Outkast og nýja Anthony Hamilton (eða semi nýja..ok, ekkert svo nýja)
Ooog það var gaman!

Einhverra hluta vegna gleymdi ég að linka á Láru frænku á sínum tíma og þess vegna hef ég alltaf gleymt að kíkja á bloggið hennar.. Best að gera það núna. Mæli með því, by the way!
Mér tókst að kenna kettinum mínum að borða brokkolí en ekki manninum mínum. Þetta sýnir það að ég fékk hann of seint - kallinn þeas, ekki köttinn!!
Við fáum þá allar of seint.. Pælið í því hvað þetta væri auðvelt ef maður gæti alið þá upp eins og maður vildi! Oh, la la!


Systkina mynd, ef við lítum út fyrir að vera fáránlega ófríð hérna þá er það klárlega myndavélin! ..og trúið mér, þetta er langsamlega skásta myndin. Hah!! Og damn, fjölnir er alveg að ná mér..


Moms and paps


Fallega barnið!


Fresshh..ehh..no..!


And more baby photos.. Checkið samt augnhárin á Selmu (fyrir ofan), dang!


Elísabet Eldey :) Með Kristínu mömmu og Gunnhildi.

Ég veit að linkarnir detta niður ef ég geri þetta svona.. En ég get ekki gert þetta á hinn veginn!

Ooog best að koma því að; að ef þú ert búin/n að vera að reyna að ná í mig síðustu 2 daga þá hef ég verið símalaus! Fæ hann örugglega aftur í dag (föstud)