the coldest human being that you've heard thus far

Thursday, December 08, 2005

Actions have reactions, don’t be quick to judge.. You may not know the harships people don’t speak of.

Fact or fiction? .. a lil bit of both I guess.

Ég er tómur, ljótur líkami, fylltur með heimskri sál
Og þau skilja ekki hvort annað því hvorugt talar mannamál
Annar bara gerir hluti sem hinn hugsar ekki í gegn
Því gleymi ég að borða, sker mig og fæ ekki nægan svefn
Hatur er stórt orð sem ég nota voða sjaldan
Því ég veit það er yfirleitt sjálfri mér að kenna er sækir á brattan
Því nota ég bara hatur yfir að ég hati sjálfa mig
Mig langar að lifa góðu lífi en ég bara sé ekki fram á hvernig
Sumu fólki semur engan vegin við aðra
Og enginn dissar það, fólk veit það eru ekki allir allra
Það hlýtur því einhver að skilja hvernig mér líður
Hugur minn er eitt stórt sár, opið, sýkt og það svíður
Heimurinn er stór, lífið er langt og tilveran er sver
En enginn þarna úti sem er alveg eins og ég er
eflaust margir líkir og með svipaðar pælingar
Voru vafalaust fleiri sem nú hafa tekið sitt líf
Létu undan þessari tilfinningu sem tekur yfir mann
Því það er svo auðvelt, maður þarf bara pillur snöru eða hníf

Blaðið er búið og höfuð og augu bæði þurrausin
Því risti ég þennan texta á mitt eigið skinn
Og blóðið storknar jafnóðum og línurnar verða til
Ég vil ekki að það gerist en ég veit ekki hvað ég vil
Vil ég að það blæði þangað til að ég dey?
Eða vil ég að það blæði rétt nóg svo aðrir sjái mitt mein
Samt vil ég það ekki heldur fel það fyrir öðrum
Og sný útúr fólki svo ég þurfi ekki að sitja undir svörum
Fáránlegar útskýringar og allir segja gott og gilt
Enda kemur það engum við ef ég vil gera sjálfri mér illt
Nýt mín best þegar ég er ein en ekki niðrí bæ full
Sit ein fram á nætur og skrifa texta og bull
Eða ligg með ljúfa tóna og hugsa um allt það
Sem ég hefði getað gert en hvað ég gerði þess í stað
Ég hef klúðrað næstum 20 árum og framtíðin er ekki björt
Í djúpum pitti af tilfinningum, kjaftæði og tárum og ég er föst
Vantar bara eina hönd til að draga mig þaðan frá
Nema henni verða að fylgja algjört hjarta og sál

Not perfect I know. Og reyndar ekkert alveg brand new. Nokkurra vikna gamall.
Og hey, ef þú virðir mig ekki nóg til að commenta undir nafni þá skaltu bara sleppa því. Cus you know.. Forvitnin drap köttinn.

Annars eru 10-1o opnunartímar byrjaðir í Kringlunni og ég komst inn í FÁ.

7 Comments:

  • Veistu þú ert bara algjört yndi, og hættu að hafa áhyggjur af lífinu. Njóttu þess bara. Og þetta er mjög vel samið hjá þér.

    By Anonymous Anonymous, at 3:26 PM  

  • Til hamingju með FÁ Aldís ! :D

    By Anonymous Anonymous, at 4:24 AM  

  • híhí KNÚS.... og þetta er mad kúl hjá þér ;) hey og brilliant með FÁ congratz ;)

    By Anonymous Anonymous, at 11:27 AM  

  • Mjög líkt því sem ég á til með að rita niður á blað hér..

    Annars heyrist mér að þið Sunna verðið buddy's í FÁ;).. !!

    stay happy snúður!

    By Anonymous Anonymous, at 2:47 PM  

  • nice... einlægt shit

    By Anonymous Anonymous, at 8:47 AM  

  • æi ertu nú dottinn í þann pakkann að vera með gamla fólkinu í FÁ :P

    ert mikið fyrir að detta í pakka greinilega þessa dagana muhhaahahahahahahaha

    By Anonymous Anonymous, at 4:36 PM  

  • mér finnst þetta alveg flott, öðruvísi en margt og ég er ekki frá því að þið stelpurnar séuð betri/jafngóðar að vera emó..

    By Anonymous Anonymous, at 5:06 AM  

Post a Comment

<< Home